Hvað er Handverkstorg.is?

Handverkstorg.is er vettvangur fyrir handverksfólk til að koma vörum sínum á framfæri við viðskiptavini.

Á Handverkstorgi koma saman handverksfólk, hönnuðir og lítil fyrirtæki sem sjá hag sinn í að nýta kraft fjöldans.

Handverk og hönnun á einum stað fyrir viðskiptavini að leita að góðri gjöf eða fallegu handverki.

Handverkstorg gefur einnig út gjafabréf sem einungis er hægt að nota á vefsíðu Handverkstorgs.

Eigandi og rekstraraðili Handverkstorg.is er Fjallspuni ehf í eigu Elínar Jónu Traustadóttur

Hvernig gerist ég söluaðili?

Það er auðvelt að gerast söluaðili á Handverkstorgi.  Þú getur keypt þér áskriftarpakka sem hentar þér, en hægt er að velja um nokkra pakka.

Nánari upplýsingar um skilmála og annað má sjá á síðunni Skilmálar Handverktorgs ásamt verð og annað á síðunni Gerast söluaðili hér til hliðar.

Shop
Sidebar
0 Wishlist
0 Cart