Sem söluaðili hefur þú aðgang að Mínum síðum og þar má finna ýmis tól til að hjálpa til við söluna.

Þegar þú kaupir áskrift og hún hefur verið sett upp þarf að setja inn vörur og stilla afhendingarmáta/sendingar.

Einnig þarf að setja upp skilmála og skilarétt.

Stillingar verslunnar

Þegar þú skráir þig sem söluaðili er beðið um grunn upplýsingar um verslunina.  En það er mikilvægt að stilla hana betur af.

 • Setja inn banner 626×300 px
 • setja inn logo 1:1
 • Setja inn skilmála
 • Stilla póstsendingu
 • Stilla samfélagsmiðla og SEO verlunnar.

 

Sjá myndband: https://youtu.be/u8o3YgQJo9k

Skilmálar og skilaréttur

 • Almennir skilmálar og skilaréttur er á síðunni  https://handverkstorg.is/skilmalar-og-skilarettur/
 • Söluaðili þarf að setja sér sína eigin skilmála fyrir:
  • Skilarétt
  • Endurgreiðslu
  • VSK af vörum
  • Sendingartími
  • Sendingarkostnaður/meðhöndlunnargjald

Skilmálar eru stilltir undir Stillingar-Verslun

Skilmálar og skilaréttur - dæmi

Fjallfrúin vísar í almenna skilmála Handverkstorg um þau atriði sem ekki koma fram hér að neðan.

Skilmálar og skilaréttur – Handverkstorg.is

Sending og ábyrgð

Fjallafrúin ber almennt enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá söluaðila Handverkstorgs og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Afhendingartími getur verið mismunandi þar sem vörur eru ekki alltaf til á lager.  Leitast er við að afhendingartími sé ekki lengri en vika.

Endurgreiðslur og vöruskil

Skilafrestur á vörum Fjallafrúarinnar er eftirfarandi:

 • VæruKær 30 dagar frá afhendingu.
 • Aðrar vörur 10 dagar frá afhendingu.

Vörur eru aðeins endurgreiddar ef auðsjáanleg mistök hafa átt sér stað við afhendingu eða ef varan sjáanlega er gölluð.

VSK

Fjallafrúin starfar eftir undanþáguákvæði í skattalögum þar sem:

 • Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst (fjárhæðin var 1.000.000 kr. til 1. janúar 2017), eru þó undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattskrá en mega þá jafnframt ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti.

Setja inn vörur

 • Best er að hafa myndirnar 1:1 að lögun eða jafnar á alla kanta.  Stærst 1500px og 72dpi upplausn.
 • Ef þú ert með margar vörur sem eru svipaðar er gott að setja upp eina vöru og afrita hana og breyta svo mynd og vörulýsingu.
 • Ef þú ert með sömu vöru í mörgum litum eða gerðum er hægt að stilla setja hana upp með variation
 • Setja þarf vöru í rétt vörumerki (brand), vöruflokka og merkimiða.
  • Vörumerki eða Brand er heiti þitt eða verslunarinnar
  • Vöruflokkar, þú getur sett þína vöru í marga vöruflokka eftir því sem við á.  Kerfisstjóri stofnar vöruflokka og ef þér finnst vanta flokk fyrir þína vöru þarf bara að biðja um að hann sé stofnaður.
  • Merkimiða er nauðsynlegt að nota til að flokka vöruna enn frekar.  Þú getur stofnað merkimiða ef þig vantar slíkan
 • Ef þú ert að selja vöru undir ákvæði VSK laga um 2 milljón króna markið þá þarf að taka VSK af vörunni sjá mynd:

Hvernig fæ ég peninginn?

Þegar sala hefur farið fram sérðu útreiknaðan hagnað af sölunni á Stjórnborðinu.

Greiðsla fer fram á bilinu 1. til 5. hvers mánaðar. Þess á milli er hægt að óska eftir Úttekt.

Lágmarks úttekt er kr. 1000,- en hægt er að óska eftir að öll innistæðan sé millifærð.

Til þess að millifærsla geti farið fram þarf að vera búið að setja reikningsnúmer inn í Greiðslu tilhögun (Payment) undir Stillingar.

Einnig þarf að setja inn kennitölu í Stillingar-Verslun sjá leiðbeiningar um það í Stillingar verslunnar hér fyrir ofan.

Posi og posalán

Hægt er að fá lánaðan posa fyrir PopUp markaði, ef þú ert aðili að Handverkstorgi.
Um er að ræða myPOS go og tekur hann við öllum tegundum greiðslna og hægt að senda kvittun í SMS. Posinn er einungis tengdur með 3G farsímakerfi.

Gjöld vegna posa:

 • Umsýslugjald vegna láns á posa er það sama og söluþóknun viðkomandi.
 • Inní því gjaldi er:
  • Fast gjald hverrar færslu  1,69% + 7,50 isk
  • Þóknun vegna millifærslu
  • Lán á posa
  • Aðgangur að POS kerfi

Hægt er að nýta sér POS kerfi sem tengt er versluninni á PopUp markaði.

Við uppgjör fær söluaðili exelskjal með sundurliðuðum greiðslum.

Skattar og ábyrgð

Handverkstorg er ekki seljandi vörunnar sem seld er á síðunni heldur eru söluaðilar ábyrgir fyrir þeirri vöru og hverri sölu.

Söluaðili stillir sjálfur hvort reiknaður er VSK af vörunni sem þeir selja (sjá Stillingar verslunnar) og söluaðili er einnig ábyrgur fyrir því að gefa upp tekjur sem hann fær af sölu vöru til skatts.

Umsjónarmaður síðunnar millifærir inneign söluaðila eftir óskum á uppgefinn reikning.

ATH að hægt er að starfa undir ákvæði laga um VSK sem eru eftirfarandi:

 • Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst (fjárhæðin var 1.000.000 kr. til 1. janúar 2017), eru þó undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattskrá en mega þá jafnframt ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti.

 

Sjá einnig á síðu Skattsins Skattskylda og skattprósentur | Skatturinn – skattar og gjöld

Ef starfað er undir þessu ákvæði er hægt að reikna kostnað á móti á skattaskýrslu og þá reiknast tekjuskattur af þeim hagnaði sem eftir verður.

Ertu frumkvöðull?

Ef þú ert komin hingað og ert farin/n að selja vörurnar þínar getur verið að þú viljir fara lengra.

Ýmsar hjálplegar síður má finna hér fyrir neðan þar sem hægt er að kynna sér helstu þætti í stofnun fyrirtækis og fá góð ráð.

 

Einnig má finna frumkvöðlasetur um allt land.

Shop
0 Wishlist
0 Cart