Eigandi www.handverktorg.is er: Fjallaspuni ehf | kennitala: 590123-0210
Eigandi Fjallaspuna ehf er:
Elín Jóna Traustadóttir
Tungufell 1a | 846 Flúðir
Sími: +354 8936423
Netfang: ellajona@fjallaspuni.is
Almennir skilmálar
Fjallaspuni ehf sér um umboðssölu fyrir þá söluaðila sem fá leigt sölusvæði á síðunni.
Sölulaun af umboðssölu bera 24% virðisaukaskatt og bera söluaðilar sjálfir ábyrgð á að skila réttur upplýsingum til skattayfirvalda.
Söluaðilar bera sjálfir ábyrgð á afhendingu og skilarétti sinnar vöru. Einnig er sendingartími, sendingarkostnaður og annar auka kostnaður mismunandi eftir söluaðilum.
Handverkstorg.is og Fjallaspuni ehf bera ekki ábyrgð á kaupum og sölu á vöru frá söluaðilum. Ef vara berst ekki á tilskildum tíma eða söluaðili afhendir ekki vöruna þarf að hafa samband við söluaðila vegna endurgreiðslu eða afhendingu á vöru.
Sjá má aðra skilmála söluaðila inn á þeirra sölusíðu.
Verð og skattar
Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Söluaðilar Handverkstorgs áskila sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.
Í skilmálum hvers og eins söluaðila er tekið fram hvort þeir innheimti VSK af vörum sínum.
Sending og ábyrgð
Söluaðilar Handverkstorgs bera enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá söluaðila Handverkstorgs þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Trúnaður
Handverkstorg og söluaðilar á Handverkstorgi heita kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila, nema þar sem að lög geri ráð fyrir.
Sjá nánar í Persónuverndarstefnu Handverkstorgs.
Skilmálar söluaðila
Til að verða söluaðili á Handverkstorgi þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
- hafa lögheimili og fast aðsetur á Íslandi
- hafa íslenska kennitölu
- hafa bankareikning í íslenskum banka
Eigandi Handverkstorgs áskilur sér rétt til að skoða hvort umsækjendi uppfylli framangreind skilyrði áður en umsókn um söluaðild er samþykkt.
Með því að samþykkja skilmála þessa tekur söluaðili ábyrgð á því að setja aðeins vörur inn á Handverkstorgið sem eru löglega fengnar ásamt því að vera handunnar eða framleiddar af söluaðila sjálfum.
Ef söluaðili er að selja efnivið til handverks þarf sá efniviður að vera löglega fenginn eða innfluttur eftir löglegum leiðum.
Greiðslumáti
Í vefverslun Handverkstorgs er hægt að greiða fyrir vörur með almennum kortum, Pei, Aur og Netgíró
Einnig er hægt að greiða fyrir vörur með gjafakorti útgefnu af Handverkstorgi.
Greiðandi og viðtakandi þarf ekki að vera sá sami.
Gjafakort
Hægt er að kaupa gjafakort í vefversluninni handverkstorg.is .
Þau gjafakort er einungis hægt að nota í vefverslun Handverkstorgs en hægt er að nota þau til greiðslu á öllum vörum sem þar eru.
Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd.
Endurgreiðsla og vöruskil
Skilafrestur og endurgreiðsla á ógallaðri vöru sem seld er á Handverkstorgi er 14 dagar eins og kveður á um í lögum. Undantekning getur verið ef vara er sérsniðin fyrir viðskiptavin.
Söluaðilar geta veitt lengri skilafrest og er það þá tekið fram í þeirra skilmálum.
Skv. 6. kafla laga nr. 16/2016 um neytendasamninga ber að gefa 14 daga skilafrest og endurgreiðslu á ógallaðri vöru ef vara er keypt á netinu. Frá því eru þó nokkrar undantekningar, s.s. þegar vara er sérsniðin að kaupanda.