Hér eru.

Hér er leitast við að svara þeim spurningum sem upp koma.
Einnig eru hér almennar upplýsingar sem söluaðilar Handverkstorgs vilja koma á framfæri.

Gjafakort

Hægt er að kaupa gjafakort í vefversluninni www.handverkstorg.is .  Þau gjafakort er einungis hægt að nota í vefverslun Handverkstorgs en hægt er að nota þau til greiðslu á öllum vörum sem þar eru.

Kortin eru tvenns konar og eru annars vegar send í umslagi til viðtakanda eða rafrænt í tölvupósti.

Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd.

Mig langar að gerast söluaðili.

Ef þig langar að gerast söluaðili getur þú fengið nánari upplýsingar á síðunni Um Handverkstorgið – Handverkstorg.is

Greiðsluleiðir og færslur

Á Handverkstorgi er hægt að greiða með öllum helstu kredit og debet kortum, ásamt Apple Pay og Google Pay.

Einnig er hægt að greiða með Aur appinu.

Athugið að færslur af Handverkstorgi birtast á yfirliti frá Fjallaspuni ehf.

Shop
Sidebar
0 Wishlist
0 Cart