Kvistur
Kvistur

Kvistur

Um söluaðila

Ég heiti fullu nafni Dröfn Þorvaldsdóttir, fædd árið 1956 og uppalin í Kópavogi.  Frá því um 1980 bjó ég í Biskupstungum, lengst af í Kvistholti í Laugarási, en er nú flutt á Selfoss.  Ég á fjögur börn, Egil Árna (1977), Þorvald Skúla (1979), Guðnýju Rut (1984) og Brynjar Stein (1989). Maðurinn minn heitir Páll M. Skúlason og hann er úr Laugarási.

Við höfum nú látið af brauðstritinu, en ég starfaði um árabil sem leikskólakennari. Nú einbeiti ég mér af sköpun af ýmsu tagi og síðustu árin hefur mótun muna úr pappír átt hug minn allan.

Vörurnar sel ég undir nafninu Kvistur (Kvistr), en það nafn varð til þegar við bjuggum í Kvistholti.