Leirlistamaðurinn Fannar Þór Bergsson, fæddist í Hafnarfirði 1978 og ólst þar upp. Hann hefur búið til fígúrur úr leir frá unga aldri og alltaf haft unun af því að skapa. Fannar uppgötvaði hæfileika til þess að skapa það sem hann sá og vildi eiga og þar komu teiknimyndirnar á Stöð 2 á níunda áratugnum inn í spilið. Allar hans uppáhalds teiknimyndir eins og Transformers, Thundercats, Silver Hawks, Centurions o.fl. vöktu mikið dálæti og sköpunargleði hjá þessum unga dreng og bjó hann til alla helstu karakterana úr þessum þáttum og gat leikið sér með.
Það leið ekki á löngu þar til foreldrarnir og ættingjar tóku eftir þessum listaverkum og leyndu ekki undrun sinni á því hversu nákvæmar og vel gerðar stytturnar hans voru og fékk hann alltaf hrós fyrir sköpunargleði og dugnað. Fannar Bergsson, sem ber listmanns nafnið LeiraMeira, hefur unnið með alls kyns tegundir af leir, allt frá mjúkum leikfanga leir og vax leir, upp í keramik, jarð leir, loftharðnandi leir og nú loks Sculpey og Super Sculpey ofn bökunar leir sem hann gerir núverandi verkin sín úr.
Fannar Bergsson hefur nú sýnt og selt leir stytturnar sínar í rúman áratug og hefur fengið mjög góðar viðtökur hvar sem þær hafa komið fyrir sjónir, hvort sem það hefur verið á sölu borðum, á sýningum, í galleríum, í list verslunum, á kaffihúsum eða umfjöllunum í frétta blöðum. Teiknimynda fígúrur eru hans sérsvið en hann hefur líka búið til styttur af fólki, dýrum, furðuverum, tölvuleikja fígúrum og hverju sem er eftir pöntunum. Einnig hefur hann gert önnur verk eins og lyklakippur, ísskápssegla, upptakara, sparibauka(piggybanks), öskubakka, pípustatíf og svo má lengi telja. Fannar Þór, LeiraMeira, er fjölhæfur leirlistamaður sem er alltaf að gera nýja og góða hluti og verkin tala fyrir sig sjálf.
Hvert einasta leirlistaverk er handgert og handmálað. Engar afsteypur teknar. Ef þig langar í ákveðna styttu en hún er seld, þá bý ég til nýja fyrir þig alveg frá grunni. Engar tvær styttur eru nákvæmlega eins.
Skoðaðu fleiri myndir af styttunum mínum á Facebook.
Hafið samband hér á síðunni, í tölvupósti til leirameira@gmail.com eða á facebook Messenger hjá Galleryleirameira til að spyrjast fyrir um hvaða styttur eru ennþá til.
Leirameira er líka á Instagram og Youtube sem Leirameira RC með fjarstýrð farartæki!
Um söluaðila
Leirlistamaðurinn Fannar Þór Bergsson, fæddist í Hafnarfirði 1978 og ólst þar upp. Hann hefur búið til fígúrur úr leir frá unga aldri og alltaf haft unun af því að skapa. Fannar uppgötvaði hæfileika til þess að skapa það sem hann sá og vildi eiga og þar komu teiknimyndirnar á Stöð 2 á níunda áratugnum inn í spilið. Allar hans uppáhalds teiknimyndir eins og Transformers, Thundercats, Silver Hawks, Centurions o.fl. vöktu mikið dálæti og sköpunargleði hjá þessum unga dreng og bjó hann til alla helstu karakterana úr þessum þáttum og gat leikið sér með.
Það leið ekki á löngu þar til foreldrarnir og ættingjar tóku eftir þessum listaverkum og leyndu ekki undrun sinni á því hversu nákvæmar og vel gerðar stytturnar hans voru og fékk hann alltaf hrós fyrir sköpunargleði og dugnað. Fannar Bergsson, sem ber listmanns nafnið LeiraMeira, hefur unnið með alls kyns tegundir af leir, allt frá mjúkum leikfanga leir og vax leir, upp í keramik, jarð leir, loftharðnandi leir og nú loks Sculpey og Super Sculpey ofn bökunar leir sem hann gerir núverandi verkin sín úr.
Fannar Bergsson hefur nú sýnt og selt leir stytturnar sínar í rúman áratug og hefur fengið mjög góðar viðtökur hvar sem þær hafa komið fyrir sjónir, hvort sem það hefur verið á sölu borðum, á sýningum, í galleríum, í list verslunum, á kaffihúsum eða umfjöllunum í frétta blöðum. Teiknimynda fígúrur eru hans sérsvið en hann hefur líka búið til styttur af fólki, dýrum, furðuverum, tölvuleikja fígúrum og hverju sem er eftir pöntunum. Einnig hefur hann gert önnur verk eins og lyklakippur, ísskápssegla, upptakara, sparibauka(piggybanks), öskubakka, pípustatíf og svo má lengi telja. Fannar Þór, LeiraMeira, er fjölhæfur leirlistamaður sem er alltaf að gera nýja og góða hluti og verkin tala fyrir sig sjálf.
Hvert einasta leirlistaverk er handgert og handmálað. Engar afsteypur teknar. Ef þig langar í ákveðna styttu en hún er seld, þá bý ég til nýja fyrir þig alveg frá grunni. Engar tvær styttur eru nákvæmlega eins.
Skoðaðu fleiri myndir af styttunum mínum á Facebook.
Hafið samband hér á síðunni, í tölvupósti til leirameira@gmail.com eða á facebook Messenger hjá Galleryleirameira til að spyrjast fyrir um hvaða styttur eru ennþá til.
Leirameira er líka á Instagram og Youtube sem Leirameira RC með fjarstýrð farartæki!