MarýS gullsmiðja
MarýS gullsmiðja

MarýS gullsmiðja

Um söluaðila

Ég er Maríanna Svansdóttir gullsmiður og vinn undir merkinu MarýS Jewelry. Ég hóf nám haustið 2018 við Tækniskólann á Skólavörðuholti. En áður hafði ég stundað nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku þar sem ég kynntist fyrst Gullsmíði. Við getum sagt að ég hafi orðið alveg heilluð. Ég sótti námskeið á vegum Tækniskólans í gamla handverkinu Víravirki og eftir það varð ég en staðráðnari í að ég ætlaði að verða gullsmiður þegar ég „yrði stór“.

Ég hóf samning hjá fallegri skartgripabúð í miðbæ Hafnarfjarðar á vordögum 2020 og starfa þar núna.

Skartið mitt er handsmíðað og hannað af mér. Ég hef aðalega verið að smíða úr silfri en með aukinni þjálfun og lengir starfsreynslu er ég tilbúin að fara smíða meira úr gulli. Ég fer hægt af stað og set því mörkin ekki hátt en sem komið er. En hafir þú óskir get ég tekið að mér sérsmíði hvort sem er í gull eða silfur en það þarf að ræða þær hugmyndir sérstaklega.