Ertu með spurningu?

Hér er leitast við að svara þeim spurningum sem upp koma.
Einnig eru hér almennar upplýsingar sem söluaðilar Handverkstorgs vilja koma á framfæri.

Hægt er að kaupa gjafakort í vefversluninni handverkstorg.is.  Þau gjafakort er einungis hægt að nota í vefverslun Handverkstorgs en hægt er að nota þau til greiðslu á öllum vörum sem þar eru.

Kortin eru tvenns konar og eru annars vegar send í umslagi til viðtakanda eða rafrænt í tölvupósti.

Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd.

Á Handverkstorgi er hægt að greiða með öllum helstu kredit og debet kortum, ásamt Apple Pay og Google Pay.

Einnig er hægt að greiða með Aur appinu, Netgíró og Pei.

Athugið að færslur af Handverkstorgi birtast á yfirliti frá Fjallaspuni ehf.

Söluaðilar

Það er einfalt að gerast söluaðili. Ef þig langar að gerast söluaðili getur þú fengið nánari upplýsingar á síðunni Um Handverkstorgið – Handverkstorg.is

Ef þú færð þér prufupakka þá getur þú skoðað umhverfið og séð hvernig er að vinna með það.
Eftir 10 daga þarf að kaupa pakka til að halda áfram og þá er greitt fullt verð fyrir uppsetningu og árgjald fyrsta árið.
Árgjald er svo innheimt óháð sölu einu sinni á ári og er það þá á hálfvirði.

Áskriftagjöldin fást ekki endurgreidd en hægt er að hætta með verslunina hvenær sem er.

Innifalið í árgjaldinu eru auglýsingar á síðunni í heild sinni. Aðgangur að vefumhverfinu ásamt uppfærslum og hýsingu síðunnar.

Aðstoð við söluaðila vegna síðunnar ásamt leiðbeiningabanka.

Scroll To Top
  • Valmynd
  • Vöruflokkar
Loka
Heim
0 Óskalisti

Karfan þín 0

Loka

Vörukarfan er tóm!

Versla meira

Tilboðshelgi 24.-27. nóvember!