Handverkstorg.is var setti í loftið þann 10. ágúst 2022 og verður því eins árs núna í ágúst.
Núna eru 11 söluaðilar á Handverkstorginu með mikið og fjölbreytt úrval af handverki og vöru.
Unnið er hörðum höndum að markaðssetningu á Handverkstorginu bæði til viðskiptavina og söluaðila því hugsunin með þessari vefsíðu er samtakamáttur einstaklinganna. Við vitum að handverksfólk er frábært á sínu sviði en ekki allir hafa tíma eða orku til að sinna sölu- og markaðsmálum. Þá er gott að vera í samstarfi við aðra sem geta frekar sinnt þeim málum.
Önnur hugsun með vefversluninni var að viðskiptavinir þyrftu ekki að leita út um allt internetið að fallegri vöru beint frá hönnuðum og framleiðendum.
Ég vil biðja ykkur um að fylgjast með auglýsingum og tilkynningum frá Handverkstorginu í aðdraganda afmælisins, það er aldrei að vita nema einhver tilboð verði í gangi.
Endilega skoðið úrvalið í vefversluninni