Fjallafrúin
Fjallafrúin

Fjallafrúin

Um söluaðila

Ég heiti fullu nafni Elín Jóna Traustadóttir og er fædd árið 1971 og uppalin í Unnarholti í Hrunamannahreppi. Núna bý ég í Tungufelli í Hrunamannahreppi sem er efsti bærinn í sveitinni. Ég á þrjú börn Maríönnu fædda 1995, sem er gullsmiður, Einar Trausta fæddan 1998 hann er atvinnuflugmaður og Elínu Helgu fædda 2011. Maðurinn minn heitir Svanur Einarsson og er hann frá Tungufelli og erum við ógift. Við stundum búskap með kýr, kindur og hesta.
Ég starfa aðallega í tölvu og upplýsingatækni fyrir skóla.  Einnig er ég áhugamanneskja um saumaskap og þá sérstaklega þjóðbúninga.

Ég hef rekið Brúðarslör.is frá árinu 2001 og sauma hringapúða og brúðarslör. Árið 2022 bættust VæruKær og Hnoðri við í vöruúrvalið.  VæruKær er kúru koddi til að sofa með milli fóta eða í fanginu. Hnoðri er ungbarnahreiður hentugur fyrir aldur frá nýfæddu til um 6 mánaða.