VæruKær – Hnoðri er ungbarnahreiður sem hægt er að nota á fyrstu mánuðum barnsins.
Hreiðrið umvefur barnið þegar það hvílist.
Hægt er að fá Hnoðra í nokkrum litum, einnig er hægt að snúa hreiðrinu á hvorn veginn sem maður vill.
Hnoðri er saumaður úr umhverfisvænum efnum.
Öll efni sem notuð eru í Hnoðra eru vottuð með OEKO-TEX®.
Þau eru því framleidd án eiturefna.
Leitast er við að nota GOTS vottuð efni í Hnoðra, en þá eru lífrænt ræktuð hráefni notuð í bómullar efnið.
Ull og bambus, náttúruleg efni.
Í köntum Hnoðra er 100% bómullarefni annarsvegar munstrað og hinsvegar einlitt.
Fyllingin í köntum Hnoðra er úr 100% íslenskri ull.
Í botni Hnoðra er neðst 100% bómull vatterað með bómullar og polyester vatti. Efst er svo bambus efni sem er yndilega mjúkt og rakadrægt.
Hvoru tveggja er hægt að þvo.
Í miðju botnsins er ullardýna úr 100% íslenskri ull
Margir notkunarmöguleikar
Hnoðra er hægt að nota á ýmsa vegu. Hægt er að renna kantinum af og nota hann sem stuðkant á gólfi eða sem gjafapúða.
Dýnan er þá laus og hægt að nota sem skiptidýnu eða setja í barnavagn.
Vinsamlegast takið ullarfyllinguna og ullardýnuna úr fyrir þvott.
Auðvelt er að fjarlægja fyllinguna úr köntum Hnoðra með því að draga hana úr.
Til að setja fyllinguna í aftur er gott að stinga hendinni í gegnum annað gatið á ytra byrðinu og sækja endann til að draga í geng aftur.
Sjá myndband um hvernig gott er að setja fyllinguna í aftur
Muna að smella öllu smellum vel.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir