Hnoðri – Mói

Seljandi: Fjallafrúin

16.900 kr.

Hnoðri – Mói er fallega mintugrænn að innan með grænum og gráum blómum á ljós kremuðum grunni að utan.

Botninn er úr dökk grænu bambus efni og yndislega mjúkur og rækadrægur.

Hver Hnoðri er sérsaumaður og því hægt að gera hann persónulegan með nafni barns.

Staða vöru: Hægt að panta
Lýsing

VæruKær – Hnoðri er ungbarnahreiður sem hægt er að nota á fyrstu mánuðum barnsins.
Hreiðrið umvefur barnið þegar það hvílist.

Hægt er að fá Hnoðra í nokkrum litum, einnig er hægt að snúa hreiðrinu á hvorn veginn sem maður vill.

Hnoðri er saumaður úr umhverfisvænum efnum.

Öll efni sem notuð eru í Hnoðra eru vottuð með OEKO-TEX®.

Þau eru því framleidd án eiturefna.

Leitast er við að nota GOTS vottuð efni í Hnoðra, en þá eru lífrænt ræktuð hráefni notuð í bómullar efnið.

Ull og bambus, náttúruleg efni.

Í köntum Hnoðra er 100% bómullarefni annarsvegar munstrað og hinsvegar einlitt.

Fyllingin í köntum Hnoðra er úr 100% íslenskri ull.

Í botni Hnoðra er neðst 100% bómull vatterað með bómullar og polyester vatti. Efst er svo bambus efni sem er yndilega mjúkt og rakadrægt.
Hvoru tveggja er hægt að þvo.

Í miðju botnsins er ullardýna úr 100% íslenskri ull

Margir notkunarmöguleikar

Hnoðra er hægt að nota á ýmsa vegu. Hægt er að renna kantinum af og nota hann sem stuðkant á gólfi eða sem gjafapúða.
Dýnan er þá laus og hægt að nota sem skiptidýnu eða setja í barnavagn.

Vinsamlegast takið ullarfyllinguna og ullardýnuna úr fyrir þvott.

Auðvelt er að fjarlægja fyllinguna úr köntum Hnoðra með því að draga hana úr.
Til að setja fyllinguna í aftur er gott að stinga hendinni í gegnum annað gatið á ytra byrðinu og sækja endann til að draga í geng aftur.

Sjá myndband um hvernig gott er að setja fyllinguna í aftur

Muna að smella öllu smellum vel.

 

Frekari upplýsingar
Umsagnir (0)
Um söluaðila

Meira til að velja úr...

Scroll To Top
  • Valmynd
  • Vöruflokkar
Loka
Heim
0 Óskalisti

Karfan þín 0

Loka

Vörukarfan er tóm!

Versla meira

Hnoðri – Mói
16.900 kr.

Tilboðshelgi 24.-27. nóvember!